UM OKKUR

Bor ehf. var stofnað þann 1. janúar árið 1998 af þeim Benedikt Andréssyni og Þórarni Haukssyni. Sama ár hóf Guðjón Þór Jónsson störf hjá fyrirtækinu, en hann er eigandi þess í dag. Bor efh. varð fljótt vel þekkt á sviði steypusögunar og kjarnaborunar á Íslandi og hefur nú tuttugu árum síðar skapað sér sterka stöðu á markaði. Alltaf er lagt kapp á fagleg vinnubrögð, snyrtimennsku og að skila verkinu á tilsettum tíma og eftir óskum viðskiptavina.
Starfsmenn eru 5 í dag og fyrirtækið hefur starfað undir sömu kennitölu og nafni frá upphafi. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð fyrir fyrirtæki og einstaklinga og fjöldi fyrirtækja hefur notið þjónustu Bors í áraraðir. Meðal viðskiptavina eru: Vífilfell, Fasteignir Ríkissjóðs, Reykjalundur, Food co, Háskóli Íslands, HB Grandi hf., Slökkvulið höfuðborgasvæðisins, Pegasus hf., Sorpa og Heiðarholt ehf.